Föstudagskveðja skólastjórnenda

Sæl og blessuð

Tíminn flýgur áfram og nú er október handan við hornið. Það er margt framundan hjá okkur þar sem við ætlum að halda uppá 80 ára afmæli Höfðaskóla þann 8. október n.k.
Miðvikudag, fimmtudag og föstudag í næstu viku verða þemadagar hjá okkur, við ætlum m.a. að gróðursetja tré og undirbúa afmælishátið. Þemavinnan verður fyrir hádegi þessa daga og eftir hádegi kennt samkv. stundatöflum. 
 
Við nutum góða veðurins í vikunni sem leið og búum okkur nú undir aðeins kaldari daga, við minnum því á að mikilvægt er að koma í góðum útifötum í skólann, bæði fyrir frímínútur og hádegismat en einnig vegna þess að nemendur fara oft og tíðum út að vinna verkefni. 
 
Allt fram streymir endalaust
ár og dagar líða
Nú er komið hrímkalt haust,
horfin sumars blíða.
 
Góða helgi :)
Sara Diljá og Guðrún Elsa