Föstudagskveðja skólastjórnenda

Heil og sæl

Vikan í Höfðaskóla hefur gengið ljómandi vel. Starfsfólk sótti námskeið inn á Blönduósi á miðvikudag í tengslum við þróunarverkefni um Lærdómssamfélag í A-Hún og því var ekki kennsla eftir hádegi.

Í dag verða skólastýrur fjarverandi vegna námsstefnu sem haldin verður á Akureyri og ber yfirskriftina - öflugir stjórnendur betra, betra skólastarf. Dagný Rósa verður okkar staðgengill.

Í næstu viku er starfsdagur á mánudag og því enginn skóli hjá nemendum. Valgreinadagur fyrir unglingastig verður haldinn á Blönduósi föstudaginn 15. október n.k. þar sem nemendur úr Höfðaskóla, Blönduskóla og Húnavallaskóla hittast og sækja ýmsar skemmtilegar smiðjur.

Að öðru leyti gengur lífið sinn vanagang. Munum að klæða okkur eftir veðri og nú væri ráð að yfirfara endurskinsmerki á útifatnaði og skólatöskum fyrir veturinn.

Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa