Föstudagskveðja skólastjórnenda

Sæl og blessuð

Vikan leið hratt í Höfðaskóla og það var ýmislegt um að vera. Yngsta stig hélt þorrablót og smakkaði ýmislegt góðgæti, myndir eru aðgengilegar hér á heimasíðunni. 
 
Kennarar eru í óða önn að ljúka við að færa inn niðurstöður úr Lesfimi og verða þær sendar heim með nemendum öðru hvoru megin við helgina. Niðurstöður verða einnig aðgengilegar á Mentor. 
 
Annars er lítið að frétta úr skólastarfinu um þessar mundir, lífið gengur sinn vanagang og allir hressir og kátir.
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa