Föstudagskveðja skólastjórnenda

Heil og sæl

Vikan í Höfðaskóla gekk vel. Covid-19 veiran er farin aftur á flug en við höfum ekki þurft að breyta hefðbundnu skólastarfi hjá okkur. Aftur á móti mælumst við til þess að foreldrar, forráðamenn eða aðrir utanaðkomandi aðilar komi ekki að nauðsynjalausu inn í skólann. Hægt er að hringja í síma 4522800 til að fá lausn mála sinna :)
 
Í gær tóku skólastjórar í Austur og Vestur Húnavatnssýslu sameiginlega ákvörðun um að aflýsa Reykjaskólaferð 7. bekkjar sem átti að vera 19.-23. október sem og valgreinahelgi sem stóð til að unglingarnir myndu sækja inn á Blönduós 16. og 17. október. Við þurfum að vera skynsöm, varast blöndun hópa á milli skóla og reyna þannig að halda veirunni áfram í burtu frá okkar svæði. 
 
Næstu vikur munu ákvarðast að hluta af því hvernig veiran hagar sér og hvernig samkomu- og fjöldatakmörkunum verður háttað. Við sníðum okkur stakk eftir vexti :)
 
Að lokum minnum við á hafragrautinn góða sem er í boði alla morgna frá 7:45 og ávaxtastundina á miðvikudögum.
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar og munum, við erum öll almannavarnir. 
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa