Föstudagskveðja skólastjórnenda

Sæl og blessuð

Vikan gekk vel í Höfðaskóla og margt skemmtilegt um að vera eins og vanalega. 
 
Umhverfisnefndin tók aftur til starfa eftir sumarfrí og hélt fyrsta fund vetrarins þar sem ákveðið var að vinna næstu tvö árin út frá þemanu náttúruvernd. Á komandi vikum verður skipulagið ákveðið og farið yfir hvernig við ætlum að ná þeim markmiðum sem við setjum okkur. 
 
Í næstu viku tekur svo nemendafélagið aftur til starfa. Í stjórn þess sitja nú: 
  • Úr 8. bekk eru þeir Vésteinn Heiðarr Sigurðsson og Logi Hrannar Jóhannsson í stjórn
    og Sigríður Kristín Guðmundsdóttir varamaður
  • Úr 9. bekk eru þær Elísa Bríet Björnsdóttir og Steinunn Kristín Valtýsdóttir í stjórn
    og Ásgeir Sigmar Björnsson varamaður
  • Úr 10. bekk eru þau Óðinn Örn Gunnarsson og Stefanía Hrund Stefánsdóttir í stjórn
    og Ísabella Líf Tryggvadóttir varamaður 
Það verður spennandi að fylgjast með hvað félagið gerir skemmtilegt á skólaárinu. 
 
Annars gengur lífið sinn vanagang hjá okkur. Við minnum á hafragrautinn góða sem er í boði alla morgna frá 7:50.
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa