Föstudagskveðja úr haustblíðu

Heil og sæl 

Vikan í Höfðaskóla gekk vel og nemendur unnu við ýmis verkefni. Veðrið hefur verið gott og hafa nemendur og starfsfólk í frístund notið þess að vera úti. 
 
Við erum farin að huga að árshátíð sem verður með hefðbundnu sniði 24.nóv og verður nánari útfærsla á henni kynnt þegar skipulag liggur fyrir. 
 
Vetrarfrí verður föstudaginn 11. nóvember, mánudaginn 14.nóvember og þriðjudaginn 15.nóvember og vonum við að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir þessa daga. 
 
Við minnum á mikilvægi þess að hafa ætíð í huga að jákvæður skólabragur er sameiginleg ábyrgð nemenda, foreldra/forráðamanna og starfsfólks. Nemendur, foreldrar og starfsfólk sýna hvert öðru kurteisi og virðingu. 
 
Annars gengur lífið sinn vanagang hjá okkur og við hvetjum ykkur áfram til að vera dugleg að skoða heimasíðuna okkar, þar setjum við reglulega inn fréttir og myndir. 
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Starfsfólk Höfðaskóla