Föstudagskveðja á nýju ári

Heil og sæl og gleðilegt nýtt ár. 

Það var afskaplega skemmtilegt að hitta nemendur aftur eftir gott jólafrí. Vikan var stutt og var ekki annað að sjá en að nemendur væru glaðir að vera komast aftur í rútínu, svona flest a.m.k. :) 

Framundan eru ýmis verkefni sem við ætlum að ljúka fyrir annarskipti, en ný önn hefst eftir foreldraviðtöl sem haldin verða þriðjudaginn 16. janúar. Þann dag geta foreldrar/forráðamenn einnig bókað sér viðtalstíma hjá Söru Diljá, Guðrúnu Elsu eða Berglindi Hlín, kjósi þeir svo, en viðtölin eru bókanleg inn á Mentor. Umsjónarkennarar auglýsa svo skráningar fyrir sín viðtöl.

Við vonum að þið njótið þrettándans um helgina og kveðjið jólin sátt og sæl.
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa