Enn á ný er kominn föstudagur, uppáhalds dagur marga í vikunni. Davíð Stefánsson, eitt þekktasta ljóðskáld Íslendinga, lýsir því í ljóðinu Föstudagur að dagurinn boði afslöppun og tilhlökkun fyrir helgina, getum við ekki verið sammála honum þar? :)
Vikan hefur gengið mjög vel og nemendur hafa staðið sig vel. Veðrið hefur verið gott, sem hefur gert okkur kleift að njóta útiveru. Á mánudaginn var dagur íslenskrar náttúru og mörg nutu þess að vera úti í góða veðrinu. Nokkrir nemendahópar fóru út í gönguferð og eru myndir frá því hér.
Á fimmtudaginn í næstu viku, ætla nemendur í valgreininni skólablað að vera með þemadag og fyrsti þemadagurinn verður náttfatadagur. Þann dag hvetja þau nemendur og starfsfólk til að mæta í náttfötum í skólann.
Samstarf heimila og skóla er lykilatriði í velgengni nemenda, bæði í námi og félagslegri þróun þeirra. Þegar við vinnum saman – þið sem foreldrar/forráðamenn og við sem starfsfólk skóla– getum við skapað sterkan grunn sem stuðlar að jákvæðri reynslu og árangri fyrir börnin ykkar. Með opnum samskiptum og góðu samstarfi tryggjum við að hvert barn fái þann stuðning sem það þarf til að blómstra í námi sínu og daglegu lífi.
Við viljum minna ykkur á að við erum alltaf til staðar ef þið hafið einhverjar spurningar, athugasemdir eða áhyggjur varðandi skólagöngu barna ykkar. Það er mikilvægt fyrir okkur að vera í góðum samskiptum við ykkur. Ef eitthvað er sem þið viljið ræða, hvetjum við ykkur eindregið til að hafa samband við okkur hvenær sem er. Þið getið náð í okkur í gegnum tölvupóst, síma eða með því að koma í skólann.
Í dag og á morgun ætlar allt starfsfólk skólans að mæta á Utís online sem er menntaviðburður fyrir starfsfólk skóla. Við erum heppin með hvað starfsfólk Höfðaskóla er viljugt að sækja sér þekkingu og endurmenntun, enda njótum við öll góðs af því.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |