Framsagnarkeppni Höfðaskóla

Ísabella Líf, Sólveig Erla og Sóley Sif
Ísabella Líf, Sólveig Erla og Sóley Sif

Þriðjudaginn 12. mars s.l. var framsagnarkeppni Höfðaskóla haldin í Hólaneskirkju. Nemendur 5., 6. og 7. bekkjar tóku þátt og stóðu sig öll með prýði. Á myndinni má sjá þær Sóleyju Sif Jónsdóttur, Sólveigu Erlu Baldvinsdóttur og Ísabellu Líf Tryggvadóttur sem hrepptu þrjú efstu sætin í 7. bekk og fara því áfram í stóru framsagnarkeppnina sem haldin verður á Blönduósi.