Framsagnarkeppni Höfðaskóla

Í dag fimmtudaginn 18.mars var framsagnarkeppni Höfðaskóla haldin í Hólaneskirkju. Nemendur 5., 6. og 7. bekkjar tóku þátt og stóðu sig öll með prýði. Á myndinni má sjá þau Þórdísi Kötlu Atladóttur, Sigríði Kristínu Guðmundsdóttur og Loga Hrannar Jóhannsson sem hrepptu þrjú efstu sætin í 7. bekk en undir venjulegum kringumstæðum færu þau áfram í stóru upplestrarkeppnina og myndu keppa fyrir hönd skólans. Á meðfylgjandi myndum má sjá þá nemendur þóttu skara frammúr í lestri í 5. og 6.bekk.