Framsagnarkeppni Höfðaskóla 12. mars

Litla framsagnarkeppnin verður haldin þriðjudaginn 12. mars kl. 13:00 í Hólaneskirkju. Þar munu nemendur á miðstigi keppast við að lesa upp fjölbreytta texta með viðeigandi tilþrifum og áherslum. Þrír efstu úr hverjum bekk fá sérstaka viðurkenningu og þrír efstu úr 7. bekk munu svo keppa sem fulltrúar Höfðaskóla í Framsagnarkeppni Húnavatnsþings 21. mars n.k.

Verið velkomin í Hólaneskirkju að hlýða á upplesturinn.