Fyrirlestur fyrir foreldra í Höfðaskóla 23.janúar 20:00

Leikreglur karlmennskunnar 

Áhersla verður á að útskýra karlmennsku út frá kynjafræðilegu sjónarhorni, muninn á skaðlegri og jákvæðri karlmennsku og hvernig hægt sé að stuðla að og temja sér jákvæða karlmennsku öllum kynjum til aukinna lífsgæða, tækifæra og jafnréttis.

 Fyrirlesari er Þorsteinn V. Einarsson. Hann er menntaður kennari með meistaragráðu í kynjafræði frá Háskóla Íslands. Hefur undanfarin 5 ár starfað við fræðslu og ráðgjöf í jafnréttismálum á vinnustöðum, skólum og félagsmiðstöðvum. Einnnig heldur hann utan um fræðslusamfélagsmiðilinn og hlaðvarpið Karlmennskan.