Fyrsta föstudagskveðja skólaársins 2025-2026

Heil og sæl

Vikan hefur gengið vel og margt verið brallað. Nemendur og starfsfólk eru öll að komast í góða rútínu eftir sumarfrí og margt spennandi framundan. 
 
Mörg skemmtileg verkefni í öllum bekkjum skólans eru nú í vinnslu og við minnum á að foreldrar/forráðamenn eru alltaf velkomnir í heimsókn, ef þeir vilja koma við og sjá það sem nemendur eru að fást við hverju sinni. 
 
Í næstu viku ætlum við að reyna að vera sem mest utandyra og því þurfa nemendur að koma í skólann klædd eftir veðri. 
 
Við hvetjum ykkur til að skoða vel heimasíðuna en við erum dugleg að setja fréttir úr skólastarfinu þar inn.
 
Nú ætla margir upp um fjöll og firnindi um helgina að elta sauðfé, við vonum að þeir sem í það fara hafi gaman af og fari gætilega.
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Guðrún Elsa og Berglind Hlín