Fyrsta föstudagskveðjan árið 2026

Heil og sæl og gleðilegt nýtt ár. 

Það var afskaplega skemmtilegt að hitta nemendur aftur eftir gott jólafrí.

 Vikan gekk vel og mættu nemendur flest öll tilbúin til að takast á við amstur hversdagsins. 

Berglind Sólrós vann sinn síðasta dag í Höfðaskóla og þökkum við henni kærlega fyrir samstarfið sl. ár.

Í næstu viku, 16.janúar, líkur lotu þrjú og vænta má þá námsmats í kjölfarið. 

Við minnum á að mikilvægt er að nemendur komi vel klæddir í skólann. Gott er að hafa auka par af sokkum með í skólatöskunni. 

Með góðum kveðjum
Guðrún Elsa og Berglind Hlín