Heil og sæl og gleðilegt nýtt ár.
Það var afskaplega skemmtilegt að hitta nemendur aftur eftir gott jólafrí.
Vikan gekk vel og mættu nemendur flest öll tilbúin til að takast á við amstur hversdagsins.
Berglind Sólrós vann sinn síðasta dag í Höfðaskóla og þökkum við henni kærlega fyrir samstarfið sl. ár.
Í næstu viku, 16.janúar, líkur lotu þrjú og vænta má þá námsmats í kjölfarið.
Við minnum á að mikilvægt er að nemendur komi vel klæddir í skólann. Gott er að hafa auka par af sokkum með í skólatöskunni.
Með góðum kveðjum
Guðrún Elsa og Berglind Hlín
|
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |