Gjöf frá foreldrafélagi Höfðaskóla

Í dag, á síðasta skóladegi nemenda, fengu allir nemendur skólans folf disk í gjöf frá foreldrafélagi skólans. Nýverið var settur upp frísbígolfvöllur á Skagaströnd sem er mjög vel heppnaður. Völlurinn verður vígður formlega fimmtudaginn 9. júní, en hefur nú þegar opnað og hvetjum við foreldra til að taka hring með börnunum sínum á vellinum góða. 

Það er dýrmætt fyrir skólasamfélagið að eiga öflugt foreldrafélag og þökkum við þeim kærlega fyrir þessa góðu gjöf.