Gleðilegt nýtt ár

Sæl kæru vinir og gleðilegt nýtt ár

Skólastarfið fer vel af stað eftir gott jólafrí, nemendur eru í óða önn að ljúka við þau verkefni sem þurfa að klárast fyrir annarlok og kennarar á fullu í námsmatsvinnu. 
 
Mánudaginn n.k., 13. janúar, er starfsdagur og því ekki skóli hjá nemendum þann dag. Þriðjudaginn 14. janúar er hefðbundinn skóladagur og miðvikudaginn 15. janúar eru nemendaviðtöl. Þann dag mæta nemendur með foreldrum sínum í viðtal til umsjónarkennara en að öðru leyti er ekki skóli þann dag. Fimmtudagur og föstudagur eru svo hefðbundnir skóladagar. Ný önn hefst að loknum nemendaviðtölum og lýkur á skólaslitum í vor. 
 
Veðrið heldur áfram að leika okkur grátt og við minnum á að mikilvægt er að nemendur komi vel klæddir í skólann. Gott er að hafa auka par af sokkum með í skólatöskunni. 
 
Að lokum minnum við á hafragrautinn góða sem Svenny töfrar fram á hverjum morgni og er í boði frá 7:45. Einnig er ávaxtastund á miðvikudögum og því ekki þörf á að koma með nesti þá daga.
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa