Góða helgi :)

Sæl kæru vinir

Vikan í Höfðaskóla þaut hjá og það var margt skemmtilegt um að vera, enda skólastarfið ávallt mjög fjölbreytt og gefandi.
 
Í næstu viku er ýmislegt um að vera. Á mánudag kemur listamaður sem dvelur í Nes listamiðstöð með smá sirkussýningu fyrir alla nemendur skólans. Eftir hádegi á mánudag fá nemendur á unglingastigi svo hinseiginfræðslu. 
 
7. bekkur er á heimleið eftir vikudvöl í Reykjaskóla sem hefur gengið vonum framar eftir því sem við best vitum. Krakkarnir eru reynslunni ríkari og við hlökkum til að heyra ferðasöguna.
 
Góða helgi!
Kveðja
Sara Diljá og Guðrún Elsa