Grænfáni dreginn að húni

Haustið 2019 var skipuð umhverfisnefnd í Höfðaskóla með það að markmiði að verða skóli á grænni grein og geta sótt um Grænfána. Á heimasíðu Landverndar segir m.a. að skólar á grænni grein styðji við umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og almennt umhverfisstarf á öllum skólastigum. 

Mikil vinna hefur átt sér stað undanfarin tvö ár þar sem stigin hafa verið skrefin sjö sem þarf að uppfylla til þess að hljóta fánann. Fulltrúi frá Landvernd tók út vinnuna hjá okkur í síðustu viku og í dag var fáninn loks dreginn að húni. 

Það var því stór stund þegar fulltrúar nemenda í umhverfisnefnd, þær Lárey Mara Velemir, Súsanna Valtýsdóttir og Elísa Bríet Björnsdóttir veittu fánanum viðtöku frá Alexöndru Jóhannesdóttur, sveitarstjóra, sem var mætt fyrir hönd Landverndar. Þessar stúlkur hafa unnið mikið og gott starf í umhverfisnefnd, þær hafa setið þrjá fundi á önn, séð um dreifingu umhverfissáttmála, komið skilaboðum af fundum til samnemenda sinna og setið úttektar fund með Landvernd svo dæmi séu tekin. 

Við höldum ótrauð áfram og stefnum að sjálfsögðu að því að fá endurnýjun á fánanum eftir tvö ár.