Gunnar Helgason rithöfundur og leikari spjallar við nemendur

Fimmtudaginn 14. september fengu nemendur í 6. og 7. bekk góða heimsókn. Gunnar Helgason rithöfundur hitti krakkana í gegnum fjarfundabúnað og sagði þeim frá ýmsu er tengist rithöfundastarfi sínu. Hann upplýsti hver væri uppáhaldsbókin sín en það er Jón Oddur og Jón Bjarni sem kom út fyrir 50 árum en það væri vegna þess að hann samsvaraði sig við aðalpersónurnar, enda tvíburi sjálfur.

Hann gaf krökkunum góð ráð hvernig bæta mætti ritunarverkefni sín og sagði að best væri að bíða eftir að hugmyndirnar kæmu til manns, frekar en að hugsa stíft um þær. Að lokum las hann stórskemmtilegan bút úr óútkominni bók í seríunni um Alexander Daníel Hermann Dawidsson en sú bók heitir Bannað að drepa.

Það er bæði skemmtilegt og mikilvægt fyrir krakka að fá að spjalla við rithöfunda, því þannig tengjast þeir meira bókunum og fá jafnvel meiri áhuga á að lesa.

Við þökkum Gunnari kærlega fyrir að gefa sér tíma til að hitta krakkana, því hann er mjög upptekinn þessa dagana við að æfa nýtt leikrit, ásamt því að skrifa bækur.

Myndir hér