Heimsókn á Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi

Nemendur 5. bekkjar fóru í gær í heimsókn á Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi. Þar fengu nemendur kynningu á vinnuferli ullar frá rúningi að efni til að vinna úr.

Þá sáu nemendur einnig týpískan undirfatnað og náttföt kvenna, sem unglingstúlkur gjarnan unnu sjálfar. Þá skoðuð nemendur einnig ýmsa gamla hluti allt fra 18. öld. 
 
Nemendur fengu með sér heim þráð sem var spunninn úr ull sem þau kembdu sjàlf og fengu að prufa vefstól.
 
Einstaklega vel heppnuð heimsókn þar sem krakkarnir okkar voru algjörlega til fyrirmyndar.
 
Við þökkum Heimilisiðnaðarsafninu fyrir góðar móttökur.
 
Myndir úr heimsókninni hér