Nemendur í 1. og 2. bekk áttu ánægjulegan dag, þeir heimsóttu skólabókasafnið þar sem Sandra bókavörður tók vel á móti þeim og fór yfir mikilvægar reglur um hegðun og umgengni á bókasafninu. Fyrir nemendur 1. bekkjar var þetta góð kynning á safninu, á meðan 2. bekkur fékk tækifæri til að rifja upp það sem þau höfðu áður lært. Eftir fræðsluna fengu börnin að velja sér bækur í rólegheitunum. Það var gaman að sjá hversu áhugasöm þau voru við val á bókum og í framhaldinu lásu þau og skoðuðu bækurnar sem þau tóku.
Eftir hádegið var komið að spennandi hreyfistund á hoppubelgnum. Dagurinn var bæði fræðandi og skemmtilegur, þar sem börnin fengu tækifæri til að efla bæði lestur og hreyfiþroska í gegnum fjölbreytt verkefni.
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |