Heimsókn að Hólum í Hjaltadal

Krakkarnir í hestavali fóru í heimsókn að Hólum í Hjaltadal í gær.

Ómetanlegt og skemmtilegt tækifæri sem krakkarnir fengu og þökkum við Hólaskóla kærlega fyrir höfðinglegar móttökur.  

Hér fyrir neðan má lesa ferðasögu hópsins.

Við fengum frábæra kynningu frá Deildarstjóra hestafræðideildar henni Sigríði Bjarnadóttur sem kynnti fyrir okkur hestadeildina mjög vel. Hún sýndi okkur skólann þar sem bóklegu fögin eru kennd. Þar bauð hún upp á bakkelsi og drykki ásamt glærukynningu um starfsemi skólans tengt hestafræðum. 

Þá kom hún Elisabeth Jansen og hitti okkur einnig og fræddi okkur um deildina.

Þær fóru síðan með okkur niður í reiðhöll sem heitir Þráarhöll, hún er þeirra stærsta höll (1545 m2), og skartar hún m.a. áhorfendastúku fyrir 70 manns. Þar hittum við hann Atla Guðmundsson. Atli er þaulreyndur knapi og reiðkennari sem hefur starfað við þjálfun og kennslu til fjölda ára um allan heim. Hann  hélt fyrir okkur skemmtilega sýnikennslu á 6. vetra hesti sínum í Þráarhöll.

Eftir það fórum við og fengum að skoða Brúnastaði sem er stærsta hesthús landsins. Í húsinu eru 189 eins hests stíur. Húsið er fyrst og fremst nýtt undir nemendahesta og hesta í eigu skólans, skólahestana. Í suðurenda Brúnastaða er 800 fermetra reiðhöll, Brúnastaðahöllin.

Það var ótrúlega gaman að fá þessa flottu og metnaðarfullu kynningu frá þeim Sigríði, Elisabeth og Atla.

8. desember verður Aðventusýning í Þráarhöll sem allir eru velkomnir á, hvetjum ykkur til að mæta heim að Hólum og sjá þeirra flotta starf. 

Þessi sýning verður auglýst nánar á síðu skólans líka á facebook hjá þeim https://www.facebook.com/Holaskoli

Myndir úr heimsókninni hér