Heimsókn frá Ringerike

Í maí heimsótti Knut Andreas Ramsrud blaðamaður hjá Ringerikes Blad Skagaströnd heim. Á meðfylgjandi myndum má sjá skjáskot af umfjöllun hans um Skagaströnd í Ringerikes Blad laugardaginn 2. júní sl. Meðal annars kom hann í heimsókn á miðstigið og fór í skólamötuneytið í Fellsborg.  Ringerike er vinabær Skagastrandar í Noregi og þar búa um 30.000 manns.