Heimsókn í Árnes

Miðvikudaginn 6. september fórum við í 4. og 5. bekk heimsókn í Árnes. Sigrún Lárusdóttir tók á móti okkur. Hún sagði okkur sögu hússins og sýndi okkur allt húsið að innan. Okkur fannst merkilegt að sjá gamla krullujárnið og vöfflujárnið. Svo var gaman að fá að setjast í gamla stólinn sem var tekinn úr skipinu Laura sem var danskt póstskip sem strandaði í Bótinni ( norðan meginn við Höfðann) þann 10. mars 1910. og hann var mjög þægilegur. 

Það var líka mjög fyndið að konan og barnið voru látin sofa í pínulitlu rúmi en karlinn sem var miklu minni en konan svaf einn í miklu stærra rúmi. Þarna var líka gamall skólabekkur sem var mjög óþægilegur.  Svo var mjög merkilegt að sjá hvað fólkið var duglegt að gera við það sem bilaði. Það var engu hent og meira að segja búið að sauma saman disk. Það var mjög gaman að sjá hvernig fólkið bjó í gamla daga og þessi heimsókn var mjög skemmtileg. 

Myndir hér