Heimsókn í hænsnakofa

Nemendur 1. og 7. bekkjar fóru og skoðuðu hænuunga sem Arnar Gísli, nemandi í 1. bekk á. Ungarnir vöktu mikla lukku og var mikil kátína hjá nemendum að fá að halda á ungunum og fengu þeir hin ýmsu nöfn, t.d. Karamella, Fúsi, Goggi og Rós. Á leiðinni tilbaka í skólann var stoppað á ærslabelgnum. Þetta var skemmtileg tilbreyting frá hefðbundnu skólastarfi. 1. og 7. bekkur hafa verið vinabekkir í vetur og brallað ýmislegt skemmtilegt saman.