Hjólaferð og berjamór

Þriðjudaginn síðastliðinn var mikið fjör hjá nemendum í 5.-7. bekk þegar þau hjóluðu langleiðina inn að Vinhæli. Krakkarnir voru einstaklega dugleg og skemmtu sér konunglega á leiðinni. Veðrið var aðeins að stríða með mótvind en stemningin var frábær allan tímann.

Á leiðinni gerðu nemendur góða berjastoppistöð þar sem þau týndu bæði bláber og krækiber. 

Það er ánægjulegt að sjá hvernig nemendur okkar sýndu samstöðu og hjálpsemi í verki. Svona upplifun styrkir félagsleg tengsl þeirra og eflir samkennd innan nemendahópsins.

Myndir hér