Föstudagskveðja á hlaupársdegi :)

Vikan er stutt í annan endan hjá nemendum þar sem skipulagsdagur er á morgun í Höfðaskóla og nemendur því komnir í helgarfrí. Sem fyrr er nóg um að vera hjá okkur í skólanum. Framkvæmdir voru við nýja vinnuaðstöðu ritara s.l. helgi og eru nemendur með margar hugmyndir um hvernig rýmið getur nýst, t.d. opna í skólanum kvikmyndahús þar sem þetta sé kjörin afgreiðsla fyrir slíkt :) 

Á mánudaginn buðu nemendur í 6. og 7. bekk öðrum nemendum og starfsfólki á kynningu á áhugasviðsverkefnunum sínum sem var mjög skemmtilegt. Fjölbreytt og skemmtileg verkefni hjá þeim. 

10. bekkur heimsótti FNV s.l. þriðjudag, skoðaði skólann og heimavistina og fór á leikritið með Allt á hreinu. Ferðin gekk vel þó að þau hafi þurft að fara lengri leiðina heim vegna veðurs.

Unglingastigið fékk svo kynningu á námsframboði á Menntavísindasviði ásamt kynningu á starfi kennara í gær í valáfaganum starfakynningar. 

Í dag glitruðu mörg með einstökum börnum til að vekja athygli á sjaldgæfum sjúkdómum og heilkennum.

Á mánudag og þriðjudag ætla stjórnendur undir dyggri leiðsögn Haddýar að sjá um hádegismatinn, það er alltaf skemmtilegt að skipta um hatta og hlökkum við mikið til. 

Skólablaðið Höfðafréttir verður gefið aftur út með vorinu og er undirbúningur í fullum gangi. 

Alltaf nóg um að vera.

Við vonum að þið njótið helgarinnar 
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa