Hljóðbókasafnið, nýtt app

Frá Hljóðbókasafninu
"Kæru lánþegar HBS, margir hafa beðið þess með óþreyju að nýja appið færi í loftið, og nú er komið að því. Nýja HBS appið er hvort tveggja fyrir Android og iOS. Appið finnur þú á Play Store fyrir Android og App Store fyrir iOS. Helstu nýjungar í appinu eru þær að nú er hægt að hala niður bókum í appið, hægt er að leita í og velja sér bókaflokka til að fylgjast sérstaklega með, leitin er fullkomnari og hægt er að breyta útliti á appinu, t.d. litum í bakgrunni svo eitthvað sé nefnt. Vinsamlegast sýnið þolinmæði þótt appið sé 1-2 sekúndum lengur í gang en þið eigið að venjast.Við vinnum í því. Þegar það er komið upp hefur það reynst mjög stöðugt. Tákn appsins er nú blátt."