Hnýtum hugarflugur

Að segja sögu í orðum og myndum er leið til að breyta heiminum. Með einum blýanti er hægt að koma ótrúlegustu hugmyndum í átt að veruleika. En stundum getur líka verið gott að láta staðar numið og leyfa afrakstri hugmyndavinnu að njóta sín í skemmtilegri bók.

Rit- og myndhöfundarnir Linda Ólafsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir komu í heimsókn og sögðu frá því hvernig þær vinna við sköpun bóka í orðum og myndum. Nemendur fengu að kynnast fjölbreyttum og skapandi aðferðum við að setja saman sögu og myndir. Farið var í leiki með hugarflug sem á sér engin takmörk. Nemendur fengu svo tækifæri til að búa til sína eigin myndasögubók.

Þökkum við þeim stöllum fyrir dásamlega heimsókn og hér er hægt að sjá myndir.

Hér er hægt að nálgst heimsíðu verkefnisins.