Höfðaskóli lokaður fram yfir helgi

Heil og sæl

Vegna staðfests smits í Höfðaskóla, unglingastig, verða allir nemendur skólans í úrvinnslusóttkví þar til frekari upplýsingar koma frá smitrakningarteyminu. Mikið álag er á rakningarteyminu og því verður skólinn lokaður bæði fimmtudag og föstudag. Frekari upplýsingar verða sendar eins fljótt og hægt er. 

Úrvinnslusóttkví: Meðan verið er að vinna úr smitrakningu eru hópar nemenda og/eða starfsmanna settir í úrvinnslusóttkví. Í smitrakningu er verið að skoða hverjir hafa mögulega smitast af einhverjum sem er með Covid-19. Í úrvinnslusóttkví gilda sömu reglur og á við um sóttkví. Úrvinnslusóttkví gildir í innan við 48 klukkustundir.

Við minnum á að allar upplýsingar um Covid má nálgast á https://www.covid.is/ og ítrekum að fara strax í PCR-sýnatöku ef einkenni gera vart við sig, hversu lítil sem þau eru.

Nú þurfum við öll að standa saman.

Með góðri kveðju

Guðrún Elsa og Dagný Rósa