Höfundastóll

Höfundastóll keyptur fyrir yngsta stig. Hlutverk höfundastólsins er það að nemendur fara í stólinn til að lesa upp og segja sögur eða ljóð sem þau hafa samið. Tilgangurinn er að tengja saman ritun og lestur. Nemendur eru í litlum hópum við stólinn. Eftir upplesturinn fær höfundur uppbyggjandi og jákvæðar undirtektir frá áheyrendum.  Með notkun stólsins styrkja nemendur sjálfstraust sitt varðandi lestur, textagerð og samræður. Hlustendur hafa líka hlutverk, þeir þurfa að veita höfundi alla athygli, sitja uppréttir og horfa á lesandann. Kennarinn er á sama tíma ýmist einn af áheyrendum eða til aðstoðar.