Hreyfiþraut

Í tilefni af Lífshlaupi ÍSÍ þá er búið að setja hreyfiþraut á ganginn fyrir framan kennslustofurnar á yngsta stigi.  Nemendur skólans allt frá 1.-10. bekkjar hafa verið að prufa í morgun og hefur þetta framtak vakið mikla lukku.