Hringekja á yngsta stigi

Í hringekju á yngsta stigi var í dag unnið með stærðfærði, þar var t.d. ein stöð með Numicon.  Kennarar Höfðaskóla sóttu námskeið í kennslu með Numicon í Brighton fyrir 5 árum. 

Numicon er fjölskynja aðferð sem kennir börnum að skilja talnafræði á mun auðveldari hátt. Börn læra að sjá hvern tölustaf sem heild, bæði með notkjun Numicon forma og talnastanga. Hvert Numicon form lítur út eins og gildi hverrar tölu. Með notkun Numicon er þróa börn með sér sterka, breiða og auðuga heildarmynd af tölustöfum.