Hringleikur

Hringleikur var með sýningu fyrir nemendur í 5.-10.bekk í dag í íþróttahúsinu á Blönduósi í boði Skúnaskralls.  Nemendur fóru með rútu, sýningin tók um 40 mínútur og komu nemendur til baka uppúr kl. 14:30. Frábær sýning og þökkum við kærlega fyrir okkur.

Hringleikur er sirkuslistafélag sem vinnur að því að byggja upp og styrkja sirkusmenningu á Íslandi með uppsetningu fjölbreyttra sirkussýninga, námskeiðshaldi og sirkusiðkun fyrir sirkusfólk.

 Myndir hér