Í fréttum er þetta helst ...

Sæl kæru vinir!

Vikan í Höfðaskóla flaug áfram. Dagur náttúrunnar var síðast liðinn mánudag þar sem ýmis verkefni voru unnin. Í dag héldu stjórnendur fyrsta gangnafund vetrarins með nemendum og heppnaðist hann vel. Gangnafundnir verða haldnir reglulega yfir skólaárið þar sem nemendur safnast saman á ganginum á neðri hæð og stjórnendur fara yfir ákveðna hluti sem við eiga hverju sinni. 
 
7. bekkur lauk við samræmd próf nú fyrir hádegið og á fimmtudag og föstudag í næstu viku er komið að 4. bekk að taka samræmd próf. 
 
Ávaxtastund verður áfram á sínum stað, alla miðvikudaga.
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa