Í vikulokin

Sæl og blessuð 

Vikan í Höfðaskóla gekk vel, við fengum gott veður og krakkarnir voru almennt hressir og kátir. 

Í næstu viku ætlum við að prófa að byrja með ávaxta/grænmetisstundir í nestistímanum. Við ætlum að byrja einu sinni í viku, á miðvikudögum og sjá hvernig þetta þróast hjá okkur. Þann dag þurfa nemendur því ekki að koma með nesti með sér. Við munum bjóða upp á fjölbreytt úrval ávaxta og grænmetis. Við vonum að nemendur taki vel í þessar breytingar. 

Sunnudaginn 8. september n.k. er dagur læsis og við hvetjum ykkur öll til þess að fagna deginum á einn eða annan hátt. Það er t.d. hægt að setja af stað skemmtilegt fjölskyldu lestrarbingó, fara út í náttúruna og lesa saman eða hlusta á góða hljóðbók eða hvað sem fólki dettur í hug. Lestur er undirstaða alls náms og mjög mikilvægt að allir hjálpist að við lestrarþjálfun. Við getum gert lesturinn skemmtilegan og spennandi með ýmsum leiðum.

Við vonum að þið njótið helgarinnar 

Kærar kveðjur 

Sara Diljá og Guðrún Elsa