Í vikulokin

Sæl og blessuð kæru foreldrar
Vikan leið hratt enda alltaf nóg að gera. Frá og með deginum í dag verða breytingar á starfsmannahaldi en foreldrar fengu póst þess efnis í gær. 

Nokkuð hefur borið á að nemendur á mið- og unglingastigi séu að kaupa sér gos og sælgæti og koma með í skólann. Við höfum rætt við nemendur eftir því sem þurfa þykir en hvetjum ykkur, kæru foreldrar, endilega til að taka upp þessa umræðu líka. Þessi varningur á ekki heima innan veggja skólans. 

Eftir helgina fer aftur kólnandi og því minnum við á mikilvægi þess að nemendur séu vel klæddir. 

Frost er úti fuglinn minn,
ég finn hvað þér er kalt.
Nærðu engu í nefið þitt.
Því nú er frosið allt?

En ef þú bíður augnablik
ég ætla að flýta mér,
að biðja hana mömmu mína
um mylsnu handa þér.

Höf: ókunnur

Á mánudaginn verðum við stöllur á skólaþingi sambands íslenskra sveitarfélaga og mun Elva verða við stjórn þann dag. 

Við vonum að þið njótið helgarinnar 
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa