Íþróttadagur miðstigs á Hvammstanga

Nemendur á miðstigi lögðu land undir fót annan daginn í þessari viku. Förinni var nú heitið á Hvammstanga þar sem nemendur 5.-7.bekkjar úr Austur- og Vestur Húnavatnssýslu hittust og prufuðu sig áfram í hinum ýmsu íþróttagreinum. Meðfylgjandi eru myndir af nemendum sem kynntu sér pílukast af miklum móð.