Nemendur á miðstigi eru að læra um hinar ýmsu vetrarhefðir þessa lotuna og ætla alla mánudaga fram að jólum að prófa rétti sem tengjast jólahefðum í Kína, Indlandi, Svíþjóð og á Íslandi. Í þessari viku voru bakaðar Lúsíubollur, eða Lussekatter, sem eru hefðbundnar sænskar jólabollur tengdar Lúsíumessu sem er 13. desember. Krakkarnir vönduðu sig mikið og fengu að smakka afraksturinn, sem vakti mikla lukku.
Næstu mánudaga fram að jólafríi höldum við síðan áfram að prófa okkur áfram með rétti úr mismunandi löndum og smakka það sem tilheyrir þeirra jólahefðum. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir þau að spreyta sig í eldhúsinu, efla matarmenningu sína og læra að meta fjölbreytileika í siðum og venjum víðs vegar um heiminn. Á sama tíma styrkja þau samvinnu, vinnubrögð og skapandi hugsun. Við hlökkum mikið til framhaldsins og eigum eftir að kynnast mörgum spennandi réttum áður en jólafríið skellur á.
|
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |