Jólakveðja starfsmanna Höfðaskóla

Yngsta stigið sendir kveðjur góðar
og sæl þau fara heim að halda jól.
Úti kætast  þau með kinnar rjóðar
og jólasveinar komnir eru á ról.

Á miðstigi er margt búið að bralla
og margir orðnir spenntir fyrir því,
að kveðji Ásdís, Gigga, Dúfa og Halla 
svo allir komist heim í jólafrí.

Unglingarnir eru ekkert spenntir
að Elva og Dagný sendi þá í frí.
Þeir eru varla heima hjá sé lentir,
er skólinn byrjar aftur, enn á ný.

Við óskum ykkur gleðilegra jóla
með von um að þið dragið gæfuspil.
Allir starfsmenn hér í Höfðaskóla
senda hlýjar kveðjur ykkar til.