Jólasöfnun

Heil og sæl

Ár hvert leggja nemendur og starfsfólk Höfðaskóla góðu málefni lið í desember í stað þess að skiptast á gjöfum. Í ár söfnuðust 62.000 krónur sem renna til Velunnarasjóðs Skagastrandar og Skagabyggðar. 

Við þökkum öllum þeim sem lögðu söfnuninni lið kærlega fyrir.

Ef einstaklingar vilja styrkja sjóðinn eru reikningsupplýsingarnar: 701121-1550 0133-26-004985.

Jólakveðja
Nemendur og starfsfólk Höfðaskóla