Jólasöfnun fyrir Jólasjóð Skagastrandar og Skagabyggðar

Litlu jól nemenda verða 17. desember og ætlum við að halda okkur við fyrirkomulagið sem við tókum upp fyrir tveim árum hvað varðar pakkaskiptin. Í ár hafa nemendur kosið að styrkja Jólasjóðinn, hann er til að aðstoða fjölskyldur og einstaklinga á svæðinu sem minna mega sín, og koma nemendur ekki með pakka heldur óskum við eftir því að hvert heimili leggi 1000 krónur í púkk, ef heimilin hafa tök á. Starfsfólk skólans mun einnig styrkja Jólasjóðinn í stað þess að skiptast á gjöfum. Á morgun fer elsta systkini á hverju heimili heim með umslag merkt verkefninu og þar má setja aurinn í og loka fyrir áður en því er skilað aftur í skólann. Styrknum verður svo skilað til Jólasjóðsins á litlu jólunum. 

Í fyrra fengum við fregnir af því að fleiri en heimili grunnskólabarna vildu leggja söfnuninni lið. Ef einhverjir bæjarbúar vilja taka þátt í þessu verkefni með okkur og leggja málefninu lið er hægt að hafa samband við skólastýrur í síma 4522800 eða á gudrunelsa@hofdaskoli.is og dagnyrosa@hofdaskoli.is