Jólasöfnun nemenda og starfsfólks Höfðaskóla

Litlu jól nemenda verða 19. desember nk. og ætlum við að halda okkur við fyrirkomulag undanfarinna ára þ.e. engin pakkaskipti á litlu jólunum, bæði hjá nemendum og starfsfólki skólans. Óskað er eftir því að hvert heimili leggi 1000 krónur í púkk, ef heimilin hafa tök á. Síðastliðin tvö ár hafa nemendur kosið að styrkja Velunnarasjóð Skagastrandar og Skagabyggðar en hann er til að aðstoða fjölskyldur og einstaklinga á svæðinu sem minna mega sín.

Nú á næstu dögum munu stjórnendur skólans fara í umsjónarstofur nemenda og biðja um hugmyndir að sjóðum og/eða málefnum til að styrkja. 

Ef þú, kæri lesandi, lumar á góðu málefni til að styrkja þá endilega hafðu samband.