Jón Sveinn Pálsson fyrrverandi skólastjóri Höfðaskóla

Jón Sveinn Pálsson, fyrrverandi skólastjóri Höfðaskóla lést 6. september síðast liðinn 89 ára að aldri, hann verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju í dag 20.september. Jón var skólastjóri Höfðaskóla á árunum 1966-1986 þó með hléi skólaárið 1973-1974.

Starfsfólk Höfðaskóla fyrr og nú vottar aðstandendum samúð sína með þökk fyrir framlag hans til skólastarfs á Skagaströnd.