Kleinur

Nemendur í bakstursvali steiktu kleinur í gær og fengu til sín gestakennara. Valdemar Ásgeirsson bakari kom og kenndi þeim réttu handtökin við kleinugerðina. Stóðu þau sig frábærlega og voru alveg komin með réttu taktana við þetta. Hvað væri rétt þykkt á deginu, hve stórar ættu kleinurnar að vera og við hvaða hita skyldi steikja. Færum við Valdemari bestu þakkir fyrir góðan og kennsluríkan dag. 

Myndir hér