Leiksýning nemenda leiklistarvals Höfðaskóla

Í ár kusum við að fara þá leið að taka upp leiksýninguna og bjóða upptökuna til kaups. Vegna reglugerðar um starfsemi grunnskóla í Covid var ekki mögulegt að sýna verkið fyrir fleiri en 20 manns í einu. Það var því ljóst að miðasala á leiksýninguna yrði ekki partur af fjáröflun nemenda í ár. Þess í stað freistum við þess að selja aðgang að upptökunni, svo að sem flestir geti notið og fjáröflun nemenda nái samt fram að ganga.

Leiksýningin var tekin upp með nokkra hressa áhorfendur í sal þann 5. maí 2021. Fyrrum nemandi leiklistardeildar Höfðaskóla, Kristmundur Elías Baldvinsson, var að ljúka námi í kvikmyndagerð frá Borgarholtsskóla. Hann mætti vel græjaður í Fellsborg, tók sýninguna upp og klippti.

Til þess að horfa á verkið þarf að senda póst á hofdaskoli@hofdaskoli.is og fylgja leiðbeiningum sem verða sendar um greiðslu. Að því loknu fáið þið sendan hlekk á sýninguna á YouTube. Góða skemmtun!

Hér er hægt að nálgast leikskrána.