Lestur er allra bestur

Forsetahjónin afhentu viðurkenningar vegna þátttöku í grunnskólakeppni Samróms.
Höfðaskóli lenti í 2. sæti í sínum flokki með 102.535 lesnar setningar og í 3. sæti á landsvísu.
Súsanna og Steinunn Kristín Valtýsdætur tóku við viðurkenningu fyrir hönd Höfðaskóla.

Nokkrir af þátttakendum Höfðaskóla skráðu sig einnig í einstaklingskeppnina, þegar þau framlög eru skoðuð sést að Ylfa Fanndís Hrannarsdóttir, nemandi í 5.bekk las 12.254 setningar og Lárey Mara Velemir las 7817.
 
Vel gert nemendur, foreldrar og aðrir þátttakendur!