Líffærafræði á unglingastig

Nemendur á unglingastigi hafa verið að læra um mismunandi lífverur, frumustarfsemi og líffærakerfi s.l. tvær vikur. Í dag var verklegur tími þar sem nemendur skoðuðu brjóstholslíffæri úr lömbum sem okkur áskotnaðist. Farið var yfir starfsemi nýrna, lifrar, hjarta og lungna. Þessi líffæri voru skoðuð, skorin í sundur og nemendur veltu fyrir sér ýmsum eiginleikum hvers og eins líffæris. Þá var prófað að blása í lungun til að sjá þau þenjast út og barkinn svo skoðaður nánar með því að taka hann í sundur. Nemendur urðu margs vísari eftir daginn. Myndir hér

Við þökkum bændunum á Breiðavaði fyrir aðstoðina við þetta verkefni.