Lögreglan heimsótti yngsta stig

Í dag fengu nemendur á yngsta stigi spennandi heimsókn frá lögreglunni sem kom með fræðslu um mikilvægi endurskinsmerkja. Lögreglan útbjó skemmtilegan leik í myrkvuðu herbergi þar sem krakkarnir leituðu að endurskinsmerkjum með vasaljósum sínum. Þetta var frábært tækifæri til að læra um mikilvægi þess að sjást í umferðinni og hafa gaman á sama tíma.

Myndir hér