Menntabúðir gærdagsins

Þessir nemendur voru að kynna sögugerðar appið Toontastic
Þessir nemendur voru að kynna sögugerðar appið Toontastic

Kæru foreldrar, forráðafólk og aðrir velunnarar skólans.

Við hér í Höfðaskóla erum himinlifandi með frábæra mætingu á menntabúðirnar sem haldnar voru í gær, stuðningur ykkar og áhugi á skólastarfinu skiptir okkur öll máli.

Mikil þekking og reynsla í upplýsingatækni og tækniþróun er til staðar hjá nemendum Höfðaskóla eins og sjá mátti á þeim tæplega 40 stöðvum sem nemendur í 1.-10.bekk settu upp og í gær og fögnum við því tækifæri að geta deilt hugmyndum og reynslu með því að sýna, sjá og ræða saman. Tæknin gerir skólastarfið fjölbreyttara og þau verkfæri og þekking sem hlotnast er oft mögnuð.

Myndir hér